Gerólík sýn á möguleika Landeyjahafnar

Líkan Siglingamálastofnunar af ferjuhöfn í Bakkafjöru.
Líkan Siglingamálastofnunar af ferjuhöfn í Bakkafjöru. mbl.is/Ásdís

Svo sýnist sem samningaviðræður Vestmannaeyjabæjar og Rangárþings eystra um sameiginlegan rekstur Landeyjahafnar hafi strandað á því að Eyjamenn vildu neitunarvald á frekari útfærslu.

Með öðrum orðum buðu þeir Rangæingum jafnræði við rekstur og stjórn þrátt fyrir að verða bæði 60% eigendur og að bera fjárhagslega ábyrgð á höfninni, gegn því að engar ákvarðanir yrðu teknar um þróun hennar, umfram ferjuaðstöðu, án samþykkis beggja sveitarfélaga.

Mögulega hefði orðið kyrrstaða í þeirri valdskiptingu, þar sem Rangæingar hefðu viljað fjölbreyttari aðstöðu við höfnina en Vestmannaeyingar ekki og þar við setið. Virðast aðilar hafa verið sammála um að höfnin yrði hvorki fiski- né útflutningshöfn, en helst sýnist hafa brotið á aðstöðu fyrir ferðaþjónustu, skemmti- og smábáta.

Markmiðið er ferjuhöfn

Í þeim drögum er að sögn einnig gert ráð fyrir að reksturinn verði á hendi Siglingastofnunar, sem hafi heimild til að gera um hann þjónustusamning. Þessum drögum hefur bæjarráð Vestmannaeyja mótmælt og sagt þau umbreytingu á öllum forsendum sem hingað til hafi verið miðað við. Engar ákvarðanir skuli taka um þróun hafnarinnar án samþykkis bæjarstjórnar og eðlilegt sé að Vestmannaeyjahöfn sjái um rekstur hinnar nýju hafnar.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segist engar athugasemdir gera við hafnarstarfsemi sem önnur sveitarfélög fari út í. Hins vegar eigi þarna að gera höfn fyrir fjóra milljarða af ríkisfé, sem sveitarfélög taki enga ábyrgð á. „Væri Rangárþing eystra sjálft að byggja þarna höfn hefðum við enga skoðun á þeim rekstri. En það getur enginn rétthugsandi maður látið sér detta í hug að nota ríkishöfn, byggða til að bæta samgöngur til Vestmannaeyja, í beinni samkeppni við höfnina sem þar hefur verið byggð upp síðustu 100 árin með fullri kostnaðarþátttöku íbúa sveitarfélagsins,“ segir hann. Vestmannaeyingar hefðu verið opnir fyrir viðræðum um ýmsa aðstöðu, hefði höfnin orðið í eigu sveitarfélaganna.

„Auðvitað erum við til í að skoða öll tækifæri sem geta bætt lífsgæði íbúa á svæðinu,“ segir hann. Slíkt sé þó torsóttara nú þegar svo er fyrir komið að höfnin verði á kostnað ríkisins. Íslensk lög og Evrópuréttur girði fyrir samkeppnisrekstur á þessu sviði, nema Rangárþing eystra ætli sér að taka þátt í verkefninu með 40% kostnaðaraðkomu líkt og önnur sveitarfélög sem vilji þróa hafnaraðstöðu. „Sé svo þá höfum við ekkert um málið að segja,“ segir Elliði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert