Hannes Hólmsteinn bendir á fyrri dóma Hæstaréttar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson mbl.is/RAX

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands vísar á bloggvef sínum til fyrri dóma Hæstaréttar þar sem bæði Háskóli Íslands var talinn hafa brotið stjórnsýslulög og yfir prófessor við Háskólann sem dæmdur var fyrir meiðyrði árið 2004.

Í gær sendi rektor Háskóla Íslands, Kristín Ingólfsdóttir, Hannesi bréf þar sem hún átelur vinnubrögð Hannesar við ritun bókar um Halldór Laxness. Nýverið féll í Hæstarétti dómur yfir Hannesi þar sem honum er gert að greiða Auði Sveinsdóttur, ekkju Halldórs skaðabætur fyrir afnot af efni frá honum.

Bloggvefur Hannesar Hólmsteins 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert