Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands vísar á bloggvef sínum til fyrri dóma Hæstaréttar þar sem bæði Háskóli Íslands var talinn hafa brotið stjórnsýslulög og yfir prófessor við Háskólann sem dæmdur var fyrir meiðyrði árið 2004.
Í gær sendi rektor Háskóla Íslands, Kristín Ingólfsdóttir, Hannesi bréf þar sem hún átelur vinnubrögð Hannesar við ritun bókar um Halldór Laxness. Nýverið féll í Hæstarétti dómur yfir Hannesi þar sem honum er gert að greiða Auði Sveinsdóttur, ekkju Halldórs skaðabætur fyrir afnot af efni frá honum.
Bloggvefur Hannesar Hólmsteins