Umferðaræðar opnaðar

Frá slysstað á Reykjanesbraut í morgun.
Frá slysstað á Reykjanesbraut í morgun. mynd/Víkurfréttir

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum er búið að opna bæði Vesturlandsveg og Reykjanesbraut í báðar áttir. Báðar þessar umferðaæðar voru lokaðar vegna umferðaróhappa en nú er búið að fjarlægja bílflökin og rannsókn lokið.

Umferðarslys varð í morgun á Reykjanesbraut við Vogaafleggjara þar sem tveir bílar rákust saman. Fimm voru fluttir á slysadeild.

Á Vesturlandsvegi rákust saman strætisvagn og vörubíl með tengivagni en mikil hálka er á slysstað. Hátt í 40 manns voru í strætisvagninum. Bílstjóri strætisvagnsins fótbrotnaði og nokkrir farþegar hlutu minniháttar meiðsli. Ökumann vörubíls sakaði ekki. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert