Umferðartafir á Reykjanesbraut

Umferð er hleypt framhjá slysstað í skömmtum.
Umferð er hleypt framhjá slysstað í skömmtum. mbl.is/Július

Byrjað er að hleypa umferð framhjá slysstað við Vogaafleggjara á Reykjanesbraut. Lögreglan hleypir umferðinni hjá í skömmtum og biður fólk a sína biðlund. Bílaraðirnar hafa að sögn lögreglu minnkað en gera má ráð fyrir töfum á þessari leið. 

Umferðarslys varð við Vogaafleggjara á Reykjanesbraut um klukkan 6 í morgun. Fimm til sex manns slösuðust en ekki er talið að nokkur hafi slasast lífshættulega.

Beita þurfti klippum til að ná fólkinu út úr bílflökunum.

Tveir fólksbílar sem mættust á Reykjanesbrautinni munu hafa skollið saman er annar þeirra fór yfir á rangan vegarhelming. Hinir slösuðu voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík.

Slysið varð þar sem hjáleið er á Reykjanesbrautinni vegna vegaframkvæmda. Færðin er slæm, hálka og snjór á veginum. Að sögn varðstjóra lögreglunnar á Suðurnesjum virðist þessi hjáleið vera slysagildra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert