Ný höfn næstbesti kosturinn

Vestmannaeyjahöfn.
Vestmannaeyjahöfn. mbl.is/GSH

„Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur á öllum tímum verið alveg samstiga um að 30 mínútna sigling milli lands og Eyja sé næstbesti kosturinn á eftir jarðgöngum,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum um afstöðu bæjarstjórnar til ferjusiglingar milli lands og Eyja og byggingar hafnar á Landeyjarsandi.

„Það var einróma niðurstaða okkar að jarðgöng væru langbesti kosturinn, en eftir að þau voru slegin út af borðinu, illu heilli, þá vildum við frekar horfa til þess að sigla í 30 mínútur frekar en 2 tíma og 45 mínútur.“

Elliði sagði að Vestmannaeyingar væru orðnir mjög langþreyttir á stöðu samgöngumála. Hann sagðist að nokkru leyti líta á undirskriftasöfnun gegn Landeyjahöfn sem mótmæli við hvernig haldið hefur verið á samgöngumálum Eyjamanna. Þarna fyndi fólk farveg fyrir óánægjuna. Jafnframt mætti líta á þetta sem stuðningyfirlýsingu við jarðgöng.

Rangfærslur hjá þeim sem mótmæla höfninni

Hann sagði að í söfnunina væri blandað ósk um stórskipahöfn í Vestmannaeyjum, sem væri óháð þessu máli. Hann sagðist sjálfur eindregið getað tekið undir þá kröfu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert