Ný höfn næstbesti kosturinn

Vestmannaeyjahöfn.
Vestmannaeyjahöfn. mbl.is/GSH

„Bæj­ar­stjórn Vest­manna­eyja hef­ur á öll­um tím­um verið al­veg sam­stiga um að 30 mín­útna sigl­ing milli lands og Eyja sé næst­besti kost­ur­inn á eft­ir jarðgöng­um,“ seg­ir Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um um af­stöðu bæj­ar­stjórn­ar til ferju­sigl­ing­ar milli lands og Eyja og bygg­ing­ar hafn­ar á Land­eyj­ars­andi.

„Það var ein­róma niðurstaða okk­ar að jarðgöng væru lang­besti kost­ur­inn, en eft­ir að þau voru sleg­in út af borðinu, illu heilli, þá vild­um við frek­ar horfa til þess að sigla í 30 mín­út­ur frek­ar en 2 tíma og 45 mín­út­ur.“

Elliði sagði að Vest­manna­ey­ing­ar væru orðnir mjög langþreytt­ir á stöðu sam­göngu­mála. Hann sagðist að nokkru leyti líta á und­ir­skrifta­söfn­un gegn Land­eyja­höfn sem mót­mæli við hvernig haldið hef­ur verið á sam­göngu­mál­um Eyja­manna. Þarna fyndi fólk far­veg fyr­ir óánægj­una. Jafn­framt mætti líta á þetta sem stuðningyf­ir­lýs­ingu við jarðgöng.

Rang­færsl­ur hjá þeim sem mót­mæla höfn­inni

Hann sagði að í söfn­un­ina væri blandað ósk um stór­skipa­höfn í Vest­manna­eyj­um, sem væri óháð þessu máli. Hann sagðist sjálf­ur ein­dregið getað tekið und­ir þá kröfu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert