Tilfinningahiti í Eyjum

Reiknað er með að fella þurfi niður ferjuferðir til Bakkafjöruhafnar …
Reiknað er með að fella þurfi niður ferjuferðir til Bakkafjöruhafnar 5-9 daga á ári vegna veðurs, svipað og þegar siglt er til Þorlákshafnar. mbl.is/Rax

Til­boð vegna kaupa og rekst­urs á ferju milli Vest­manna­eyja og fyr­ir­hugaðar Land­eyj­ar­hafn­ar verða opnuð á morg­un. Nefnd á veg­um sam­gönguráðuneyt­is­ins sér um útboðið. Mik­ill til­finn­inga­hiti virðist vera í Eyja­mönn­um, sem virðast skipt­ast í tvær fylk­ing­ar eft­ir af­stöðu til nýrr­ar hafn­ar í landi.

Und­ir­skrifta­söfn­un hef­ur staðið yfir á net­inu und­an­farna daga á veg­um Magnús­ar Krist­ins­son­ar, kaup­sýslu­manns, þar sem safnað er und­ir­skrift­um gegn nýrri höfn og þess í stað hvatt til þess að smíða hraðskreiða ferju sem gangi á milli Þor­láks­hafn­ar og Vest­manna­eyja. Nú síðdeg­is voru 3000 nöfn kom­in á list­ann.

Jón Rögn­valds­son vega­mála­stjóri sagði að Vega­gerðin myndi leggja veg frá þjóðveg­in­um niður að nýju höfn­inni á Land­eyj­ars­andi og hugs­an­legt væri að henni yrði falið að sjá um greiðslur vegna fyr­ir­hugaðs þjón­ustu­samn­ings sem boðinn verður út á morg­un. 

„Vest­manna­ey­ing­ar sjálf­um sér verst­ir" 

Vega­gerðin hafði milli­göngu um að jarðgangna­gerð yrði rann­sökuð en kom að öðru leyti ekki að þeirri vinnu.  „Ég er eig­in­lega hætt­ur að skilja málið al­veg, ég held að Vest­manna­ey­ing­ar séu sjálf­um sér verst­ir í þessu máli," sagði Jón.

Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um  sagði í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins að á und­ir­skrift­arlista þeirra sem eru mót­falln­ir Bakka­fjöru­höfn­inni sé meiri­hlut­inn fólk, sem er ekki bú­sett í Eyj­um og að málið hafi að miklu leyti verið blásið upp í fjöl­miðlum.

 „Öllum rök­um sem koma fram á þess­um und­ir­skrift­arlista hef­ur verið svarað fyr­ir lif­and­is löngu," sagði Elliði. „Það er mik­il óánægja með stöðu sam­gangna í Vest­manna­eyj­um og fólk orðið óþreyju­fullt að bíða eft­ir lausn­um á vand­an­um," sagði Elliði og bætti því við að hann teldi það vera að hluta til ástæðu þess að það væru jafn­mörg nöfn á und­ir­skrift­arlist­an­um og raun ber vitni.

Elliði sagði að um 30% af kjörgeng­um Eyja­mönn­um væru bún­ir að skrifa und­ir list­ann en tók fram að hann væri ekki bú­inn að skoða hann ná­kvæm­lega eða töl­fræðigreina hann.

Betra að veifa röngu tré en öngu

Elliði sagði að rök þeirra sem eru mót­falln­ir Bakka­fjöru­hafn­ar séu að miklu leyti byggðar á rang­hug­mynd­um um fram­kvæmd­ina.  „Aðferðir for­svars­manna list­ans byggja á því að betra sé að veifa röngu tré en öngu," sagði Elliði og benti í því sam­hengi á mynd­band sem er að finna á vefsíðu list­ans.

Elliði sagði að það væri ekki hægt að bera sam­an lít­inn lóðsbát og stóra 70 metra ferju. „Það er búið að hræða fólk með ýms­um aðferðum og nú sem endra­nær er skratt­inn al­veg feiki­lega vin­sælt vegg­skraut", sagði Elliði.

Að lok­um sagði hann að and­stæðing­ar Bakka­fjöru­hafn­ar hefðu knúið sitt mál með rök­um sem ekki styðjast við raun­veru­leika og hafi keyrt það áfram eins og kosn­inga­bar­áttu á til­finn­ing­anót­um og fá fólk til að ef­ast um að gætt yrði að ör­yggi farþega.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert