Afhentu ráðherra undirskriftalista

Kristjáni L. Möller, sam­gönguráðherra, var í dag af­hent­ur listi með 3172 und­ir­skrift­um þeirra sem mót­mæla vilja fyr­ir­hugaðri bygg­ingu ferju­læg­is í Bakka­fjöru. Hóp­ur und­ir for­ystu Magnús­ar Krist­ins­son­ar, út­gerðar­manns í Vest­manna­eyj­um stóð fyr­ir söfn­un­inni sem stóð yfir í viku  á net­inu.

Að sögn hóps­ins skrifuðu 42,8% Vest­manna­ey­inga, 18 ára og eldri, und­ir sem verði að telj­ast skýr krafa um að áform um bygg­ingu ferju­læg­is verði aft­ur­kölluð.

Hóp­ur­inn vill að þegar verði haf­inn und­ir­bún­ing­ur að bygg­ingu á öfl­ugri og hraðskreiðri Vest­manna­eyja­ferju auk stór­skipa­hafn­ar við Eiðið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert