Fjármagnskostnaður vegur þungt

Vestmannayjaferjan eins og fyrirhugað er að hún muni líta út.
Vestmannayjaferjan eins og fyrirhugað er að hún muni líta út. Ljósmynd/Harald M. Valderhaug

Sig­urður Áss Grét­ars­son, for­stöðumaður hjá Sigl­inga­stofn­un, seg­ir að stofn­un­in hafi vitað af því fyr­ir­fram að tveir aðilar myndu ekki skila inn til­boði í kaup og rekst­ur nýrr­ar Vest­manna­eyja­ferju en fjór­um var boðið að skila inn til­boðum. Þá sé ekki óvana­legt að til­boð séu yfir kostnaðaráætl­un. 

Meg­in­til­boð Vest­manna­eyja­bæj­ar og Vinnslu­stöðvar­inn­ar var 16,3 millj­arðar króna. Þá fylgdu til­boðinu fimm frá­vikstil­boð og var lægsta frá­vikstil­boðið upp á um tólf millj­arða króna. Kostnaðaráætl­un hljóðaði upp á 10,2 millj­arða króna.

„Greini­legt er á til­boði Vinnslu­stöðvar­inn­ar og Vest­manna­eyja­bæj­ar að fjár­magns­kostnaður veg­ur þungt í út­reikn­ing­um þeirra og því greini­legt að láns­fjár­hremm­ing­ar hér heima og er­lend­is hafa hér áhrif. Má sem dæmi nefna að í einu frá­vikstil­boðinu er gert ráð fyr­ir að bjóðandi fái einn millj­arð greidd­an við af­hend­ingu ferj­unn­ar og lækk­ar þá heild­ar­til­boðið í um fjór­tán millj­arða. Annað frá­vikstil­boð ger­ir ráð fyr­ir tveggja millj­arða greiðslu við af­hend­ingu og um 12 millj­arða heild­ar­greiðslu. Und­ir­strik­ar þetta hinn mikla fjár­magns­kostnað sem ég nefndi áður,“ seg­ir Sig­urður Áss. 

Sig­urður seg­ir ekki ljóst hvert fram­haldið verði en al­mennt sé meg­in­regl­an sú að taka ekki til­boðum sem séu meira en 10% yfir kostnaðaráætl­un. Hins veg­ar sé mögu­legt að hægt sé að ná verðinu niður í samn­ingaviðræðum við Vest­manna­ey­ing­ana, eða að málið verði leyst með öðrum hætti, t.d. með því að bjóða verkið út aft­ur. „Hins veg­ar er lík­legt að nýtt útboð verði með öðrum hætti þar sem tíma­skort­ur fer að hrjá okk­ur þegar fram líða stund­ir. Staðan sem upp er kom­in er óheppi­leg fyr­ir verk­efnið en hún er hvorki óvænt né óviðráðan­leg.“ 

Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að farið hafi verið yfir til­boðin í Vest­manna­eyja­ferj­una á fundi hjá Rík­is­kaup­um í gær þar sem til­boðin voru opnuð. Þar hafi verið mætt­ir full­trú­ar bjóðenda og verksala, þ.e. Rík­is­kaupa, Sigl­inga­mála­stofn­un­ar og heima­manna. Full­trú­ar aðila hafi ákveðið að funda aft­ur í dag, föstu­dag, til þess að freista þess að ná sam­an.

„Ég er með tvo fæt­ur við þetta borð, ann­ars veg­ar sem bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um, og þar með full­trúi lang­stærsta hags­munaaðilans, og hins veg­ar full­trúi bjóðenda. Við erum að taka þátt í þessu vegna þess að krafa íbúa í Vest­manna­eyj­um hef­ur verið sú að við freist­um þess að fá aukið for­ræði yfir sam­göng­un­um. Og þetta er viðleitni til þess. Hvað það varðar er ég afar ánægður með að vera nú við samn­inga­borðið. Það reyn­ir á lip­urð beggja aðila en ég er sann­færður um að sam­göng­ur til Vest­manna­eyja muni koma til með að stór­efl­ast. Það er lyk­il­atriðið í þessu og það væri bara ánægj­an­leg­ur auka­bón­us ef við Vest­manna­ey­ing­ar mynd­um sjálf­ir hafa tögl­in og hagld­irn­ar.“ 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert