Segja tillögu meirihluta OR stríða gegn samþykktum og niðurstöðu stýrihóps

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur á fundinum í dag.
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur á fundinum í dag. mbl.is/Ómar

„Gangi tillagan eftir útilokar hún að Orkuveitan geti hagnast á virkjunarframkvæmdum erlendis. Tillagan rýrir þannig verðgildi REI og brýtur fyrirtækið niður innanfrá," segir í yfirlýsingu frá Sigrúnu Elsu, sem talar um skrípaleik og að skömm sjálfstæðismanna í Reykjavík sé með þessu komin í sjálfstæða útrás. 

Tillagan, sem Kjartan Magnússon, formaður stjórnar Orkuveitunnar lagði fram, er eftirfarandi:

„Megintilgangur Orkuveitu Reykjavíkur er að tryggja Reykvíkingum og öðrum notendum á heimamarkaði góða þjónustu á sem bestu verði en ekki að taka þátt í áhættufjárfestingum erlendis.

Með það að markmiði að staðinn verði vörður um þessa kjarnastarfsemi og mikilvægt almannaþjónustuhlutverk fyrirtækisins, samþykkir stjórn OR að unnin verði úttekt á REI og verðmat á verkefnum þess með það fyrir augum að fyrirtækið geti einbeitt sér að ráðgjöf og þróunarverkefnum en hugað verði að sölu á þeim verkefnum, sem ekki falla undir þá starfsemi.

Þekking starfsmanna Orkuveitunnar verði áfram nýtt á vettvangi REI og OR til ráðgjafaþjónustu í þágu fyrirtækja á sviði jarðhitaverkefna og umhverfisvænna orkugjafa samkvæmt sérstöku samkomulagi."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert