Óttast að vera sagt upp hjá JetX

Sigrún Jóns­dótt­ir, formaður Flug­freyju­fé­lags Íslands seg­ir að flug­fé­lagið JetX hóti flug­freyj­um og -þjón­um brottrekstri, beint og óbeint, impri þau á því að ger­ast fé­lag­ar að Flug­freyju­fé­lag­inu. Á föstu­dag hafi yf­ir­flug­freyju JetX verið sagt upp störf­um, dag­inn eft­ir fund hjá Flug­freyju­fé­lag­inu þar sem verið var að ræða um aðild­ar­um­sókn þeirra vegna þess að hags­mun­ir henn­ar og flug­fé­lags­ins færu ekki sam­an.

Sigrún seg­ir að um tug­ur fa­stráðinna flug­freyja og -þjóna hjá JetX hafi form­lega sótt um aðild að fé­lag­inu í ág­úst í fyrra og aðild­ar­um­sókn­in verið samþykkt af hálfu Flug­freyju­fé­lags­ins. Hún hafi þó ekki sent nöfn þeirra og kenni­töl­ur til fé­lags­ins en þess þarf til að inn­heimta fé­lags­gjöld og form­festa aðild­ina þar sem starfs­fólkið ótt­ist að því verði um­svifa­laust sagt upp störf­um.

„Ótt­inn við að þetta fólk verði rekið er raun­veru­leg­ur. Og það sýndi sig á föstu­dag. Við hitt­umst hér á fimmtu­deg­in­um og rædd­um mál­in og ég sagði þeim það að besta ráðið væri að við fær­um sem hóp­ur í þetta, ekki einn og einn, seg­ir hún. Sól­ar­hring síðar hafi verið búið að segja yf­ir­flug­freyj­unni upp af því að hags­mun­ir færu ekki sam­an. Með þessu sé verið að hræða starfs­fólk frá því að ganga í Flug­freyju­fé­lagið. „Þarna er verið að sýna þeim sem eft­ir sitja hvernig fer fyr­ir þeim sem opna munn­inn, jafn­vel þótt þeir séu góðir starfs­menn,“ seg­ir hún.

Í hnot­skurn


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert