Tillaga um sölu á REI?

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/Þorkell

Full­trú­ar meiri­hlut­ans í stjórn Orku­veitu Reykja­vík­ur munu í dag leggja fram til­lögu um að hefja und­ir­bún­ing að sölu Reykja­vik Energy In­vest, dótt­ur­fé­lags OR. Þetta er full­yrt í Frétta­blaðinu í dag og seg­ir blaðið, að sam­komu­lag hafi náðst um þetta inn­an meiri­hlut­ans. 

Borg­ar­full­trú­ar meiri­hluta F-lista og Sjálf­stæðis­flokks virðast þó ekki á eitt sátt­ir um málið ef marka má um­mæli þeirra und­an­farna daga. Á borg­ar­stjórn­ar­fundi sl. fimmtu­dag sagði Kjart­an Magnús­son, stjórn­ar­formaður REI og Orku­veit­unn­ar, að til greina kæmi að fá fjár­festa inn í REI sem yrði þá að hluta­fé­lagi. Þessu hafnaði Ólaf­ur F. Magnús­son borg­ar­stjóri hins veg­ar al­farið í Kast­ljósi RÚV í gær­kvöldi.

„Ég get lofað borg­ar­bú­um því að á meðan við eig­um REI verði það í 100% eigu al­menn­ings,“ sagði borg­ar­stjóri m.a. í Kast­ljósi og gat ekki tekið und­ir orð Kjart­ans. „Nei, það get ég ekki. Vegna þess að það seg­ir klár­lega í niður­stöðum stýri­hóps­ins um REI og Orku­veit­una að REI skuli vera 100% í eigu al­menn­ings.“

Ólaf­ur sagðist enn­frem­ur telja mis­skiln­ing á bak við orð Kjart­ans sem hann þyrfti að skýra bet­ur. „[En] ég get ekki tekið und­ir neitt annað en það sem stýri­hóp­ur­inn gaf út og þessi meiri­hluti er sam­mála stýri­hópn­um.“


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert