Frummatsskýrsla lögð fram og kynnt

Vega­gerðin og Sigl­inga­stofn­un hafa hafið kynn­ingu á frummats­skýrslu fyr­ir bygg­ingu Bakka­fjöru­hafn­ar, veg­teng­ing­ar að henni frá hring­veg­in­um og efnis­töku vegna fram­kvæmda á Selja­lands­heiði og úr Markarfljótsaur­um, sam­kvæmt Fram­kvæmda­frétt­um Vega­gerðar­inn­ar. Fram kem­ur að und­ir­bún­ing­ur miðist við að fram­kvæmd­ir geti haf­ist í ár og að höfn­in verði tek­in í notk­un 2010, en kostnaðaráætl­un hljóðar upp á 5,6 millj­arða króna.

Stýri­hóp­ur sam­gönguráðherra hóf störf sum­arið 2006 og var hon­um ætlað að vinna að for­at­hug­un og eft­ir at­vik­um for­hönn­un ferju­hafn­ar í Bakka­fjöru. Hann átti að taka mið af til­lög­um starfs­hóps um sam­göng­ur til Vest­manna­eyja, en starfs­hóp­ur­inn lagði meðal ann­ars til að bygg­ing ferju­hafn­ar í Bakka­fjöru yrði skoðuð nán­ar. Helsta niðurstaða stýri­hóps­ins er að gerð hafn­ar í Bakka­fjöru sé vel mögu­leg og að áhrif ferju­sigl­inga milli Bakka­fjöru og Vest­manna­eyja séu mjög já­kvæð.

Til­gang­ur­inn með fram­kvæmd­un­um er að bæta al­menn­ings­sam­göng­ur milli lands og Vest­manna­eyja. Ferðatími á sjó milli Eyja og Þor­láks­hafn­ar er 2:45 klst. og hann stytt­ist í 30 mín­út­ur en vega­lengd­in stytt­ist úr 74 km í 13 km. Gert er ráð fyr­ir þrem­ur til sex ferðum á dag í stað tveggja ferða nú.

Mikl­ar fram­kvæmd­ir

Nýr veg­ur

Mikið fyll­ing­ar­efni þarf til verks­ins eða um 1.135.000 rúm­metra og þar af um 500.000 rúm­metra af grjóti. Það verður unnið úr námu á Selja­lands­heiði en önn­ur efn­istaka verður úr Markarfljótsaur­um.

Mik­ill foks­and­ur er á svæðinu og er vinna byrjuð við mikla upp­græðslu á Land­eyjasandi til þess að koma í veg fyr­ir sand­fok á veg, bíla og hafn­ar­mann­virki. Einkum er um að ræða sán­ingu melgres­is auk fleiri gras­teg­unda og lúpínu en einnig verða sett­ar upp fok­g­irðing­ar og heyrúll­ug­arðar til að hefta sand.

Gert er ráð fyr­ir að byrjað verði að flytja efni af Selja­lands­heiði í sum­ar og flutn­ing­un­um ljúki haustið 2009.

Sigl­inga­stofn­un og Vega­gerðin hafa birt aug­lýs­ingu þar sem óskað er eft­ir til­boðum í fram­kvæmd­irn­ar. Þar kem­ur fram að gerð varn­argarða við Ála og Markarfljót skuli lokið 1. nóv­em­ber í ár. Gerð brú­ar á Ála skuli lokið 1. maí 2009, uppmokstri úr hafn­arkví skuli lokið 1. júlí á næsta ári, brim­varn­argarðar skulu komn­ir í fulla lengd fyr­ir 1. októ­ber 2009 og verk­inu skuli að fullu lokið 1. júlí 2010.

Áætlað er að kostnaður vegna ferju­hafn­ar, ferju og tengdra mann­virkja nemi 5,6 millj­örðum króna, en í sam­göngu­áætlun 2007-2010 er gert ráð fyr­ir fjár­veit­ing­um við höfn og vega­gerð á svæðinu. Sam­kvæmt fjár­lög­um líðandi árs er gert ráð fyr­ir að verja 400 millj­ón­um til bygg­ing­ar nýs veg­ar niður með Markarfljóti.

Um­hverf­isáhrif

Í skýrsl­unni er greint frá rann­sókn Rann­sóknamiðstöðvar Há­skól­ans á Bif­röst á áhrif­um ferju um Bakka­fjöru­höfn á byggð í Vest­manna­eyj­um og á öðrum svæðum Suður­lands. Auk styttri ferðatíma er meðal ann­ars nefnd­ur lægri ferðakostnaður, styrk­ing innviða á Suður­landi og stuðning­ur við vöxt ferðaþjón­ustu á svæðinu.

Frummats­skýrsl­an ligg­ur frammi til kynn­ing­ar til 7. maí 2008 á skrif­stof­um sveit­ar­fé­lag­anna Rangárþings eystra og Vest­manna­eyja­bæj­ar, hjá Skipu­lags­stofn­un og í Þjóðar­bók­hlöðunni. Sama dag renn­ur út frest­ur al­menn­ings til að skila at­huga­semd­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert