Krafa um að lík Fischer verði grafið upp?

Bobby Fischer.
Bobby Fischer. mbl.is/RAX

Lögmaður stúlku, sem sögð er vera dóttir Bobby Fischers, segir að svo kunni að fara að krafa verði lögð fram um að lík Fischers verði grafið upp svo hægt verði að taka sýni til DNA rannsókna og sanna faðernið.

Breska blaðið Sunday Times fjallaði ítarlega um síðustu helgi um Fischer og ævilok hans á Íslandi. Hefur blaðið eftir Samuel Estimo, filippseyskum lögmanni Marilyn Young, sem segist vera barnsmóðir Fischers, og Jinky, dóttur hennar, að þær mæðgur dragi í efa að hjónaband Myoko Watai og Fischers hafi verið lögmætt. Þær vilji að deilur um dánarbú Fischers verði leystar með samkomulagi en þær séu einnig reiðubúnar til að fara í hart er svo ber undir.

Estimo segir, að verið sé að afla upplýsinga um dánarbúið. „Við höfum heyrt að í því séu gull og hlutabréf og síðan er verið að undirbúa stóra kvikmynd,  Bobby Fischer Goes to War. Jinky kann að vilja fá rétthafagreiðslur vegna hennar," hefur blaðið eftir lögmanninum.

Umfjöllun Sunday Times

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert