Geislafræðingar á Landspítala héldu í kvöld fund um tilboð stjórnenda LSH um að fresta gildistöku nýs vaktakerfis til 1. október. Geislafræðingar hafa eins og skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingar á Landsspítala sagt upp störfum og hætta að óbreyttu 1. maí.
Að svo stöddu er ekki vitað hvort þeir muni draga uppsagnir sínar til baka. Þeir munu ræða við yfirmenn sína í dag og tilkynna í kjölfarið hvort þeir standa við uppsagnir sínar og ganga út á miðnætti annað kvöld eða dragi þær til baka.