Aðeins bráðatilvikum sinnt á Landspítala

Landspítali.
Landspítali. mbl.is/ÞÖK

Unnið verður samkvæmt viðbragðsáætlun á Landspítala vegna uppsagna skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðinga sem taka gildi á morgun en uppsagnir 96 skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðinga á Landspítalanum taka gildi á miðnætti í kvöld.

Aðeins verður hægt að veita bráðaþjónustu, þar á meðal gera keisaraskurði og skurðaðgerðir vegna krabbameins. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra segir að kappkostað verði að halda úti eins góðri þjónustu og mögulegt er miðað við aðstæður.

Viðbragðsáætlunin byggist á samstarfi við spítala í nágrenni Reykjavíkur; á Akranesi, Selfossi, í Reykjanesbæ og Hafnarfirði. Á meðan bráðatilvikum verður sinnt á Landspítala verður reynt að vísa öðrum verkefnum yfir á hina spítalana eins og mögulegt er.

Þeim breytingum sem boðaðar voru á vinnuskipulagi hjúkrunarfræðinganna segir Guðlaugur Þór að sé ætlað að tryggja lágmarkshvíldartíma samkvæmt Evróputilskipun, og í breytingunum felist mjög lítill sparnaður fyrir Landspítala. Vel hafi gengið að innleiða sams konar breytingar við aðrar deildir.

Vonast ráðherra til að deilan muni leysast og að þeir hjúkrunarfræðingar sem sagt hafa upp komi aftur til starfa. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert