Anna Stefánsdóttur, sem ásamt Birni Zoëga, hefur verið sett til að gegna starfi forstjóra Landspítalans til hausts, sagði í samtali við blaðamann mbl.is í morgun að vinna standi nú yfir við það á spítalanum að setja niður nánari viðbragðsáætlun vegna uppsagna hjúkrunarfræðinga og geislafræðinga sem taka gildi á miðnætti.
„Við munum ekki sjá nákvæmlega ekki fyrr en seinna í dag hvernig þetta lítur út,” sagði hún í samtali við blaðamann mbl.is í morgun. Ég hef verið bjartsýn á að lausn muni finnast á málinu og ,mun verða það fram á síðasta dag. Nú er síðasti dagur reyndar runnin upp en hann er nú ekki búinn ennþá.”
40 geislafræðingar tilkynntu yfirmanni sínum á spítalanum í morgun að þeir ætli að hætta störfum á miðnætti. Í gær ákváðu einnig rúmlega hundrað skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðingar að standa við uppsagnir sínar.
Stjórn spítalans sagði upp vaktakerfi geislafræðinga og hjúkrunarfræðinganna og átti uppsögnin að taka gildi á miðnætti. Starfsfólkið sagði þá upp störfum.
Stjórnendur spítalans ákváðu á mánudag að fresta gildistöku vaktakerfisins til 1. október og fóru þess á leit við geislafræðinga og hjúkrunarfræðinga að fresta uppsögnum til 1. október. Þeir hafa nú hafnað því