Anna: Dagurinn ekki búinn enn

Anna Stefánsdóttir og Björn Zoëga.
Anna Stefánsdóttir og Björn Zoëga. mbl.is/Brynjar Gauti

Anna Stef­áns­dótt­ur, sem ásamt Birni Zoëga, hef­ur verið sett til að gegna starfi for­stjóra Land­spít­al­ans til hausts, sagði í sam­tali við blaðamann mbl.is í morg­un að vinna standi nú yfir við það á spít­al­an­um að setja niður nán­ari viðbragðsáætl­un vegna upp­sagna hjúkr­un­ar­fræðinga og geisla­fræðinga sem taka gildi á miðnætti. 

„Við mun­um ekki sjá ná­kvæm­lega ekki fyrr en seinna í dag hvernig þetta lít­ur út,” sagði hún í sam­tali við blaðamann mbl.is í morg­un. Ég hef verið bjart­sýn á að lausn muni finn­ast á mál­inu og ,mun verða það fram á síðasta dag. Nú er síðasti dag­ur reynd­ar runn­in upp en hann er nú ekki bú­inn ennþá.”  

40 geisla­fræðing­ar til­kynntu yf­ir­manni sín­um á spít­al­an­um í morg­un að þeir ætli að hætta störf­um á miðnætti.  Í gær ákváðu einnig rúm­lega hundrað skurð- og svæf­ing­ar­hjúkr­un­ar­fræðing­ar að standa við upp­sagn­ir sín­ar. 

Stjórn spít­al­ans sagði upp vakta­kerfi geisla­fræðinga og hjúkr­un­ar­fræðing­anna og átti upp­sögn­in að taka gildi á miðnætti. Starfs­fólkið sagði þá upp störf­um.

Stjórn­end­ur spít­al­ans ákváðu á mánu­dag að fresta gildis­töku vakta­kerf­is­ins til 1. októ­ber og fóru þess á leit við geisla­fræðinga og hjúkr­un­ar­fræðinga að fresta upp­sögn­um til 1. októ­ber. Þeir hafa nú hafnað því

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert