Ekki bjartsýnn á framhaldið

Heilbrigðisráðherra hélt fund með forstöðumönnum sjúkrahúsa í gærkvöldi.
Heilbrigðisráðherra hélt fund með forstöðumönnum sjúkrahúsa í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn

Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri myndgreiningarsviðs Landspítala, segist ekki vera bjartsýnn á að lausn finnist í deilu spítalans og geislafræðinga eftir að fjörutíu geislafræðingar við spítalann tilkynntu honum í morgun að þeir hefðu ákveðið að hætta störfum á miðnætti. Hann sagðist þó ætla að árétta tillögur sem hann setti fram við geislafræðingana í gær í þeirri vona að þær geti liðkað fyrir lausn deilunnar. 

Ásbjörn sagði ekki ljóst hvort rætt yrði við geislafræðingana sem einstaklinga eða hóp en að hann muni eiga fund með yfirstjórn spítalans nú fyrir hádegi og að þar verði tekin ákvörðun um framhaldið.

„Við munum fara yfir stöðuna og ræða hugsanlegar leiðir til lausnar á vandanum. Eins og stendur erum við einnig að setja saman neyðaráætlun sem við munum vinna eftir,” sagði hann.    

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert