Geislafræðingar fresta uppsögnum

Geislafræðingar á fundi í gærkvöldi.
Geislafræðingar á fundi í gærkvöldi. mbl.is/Frikki

Samkomulag náðist um það á fundi geislafræðinga með Birni Zoëga og öðrum fulltrúum yfirstjórnar Landspítalans í hádeginu í dag að geislafræðingar fresti uppsögnum sínum um einn mánuð. 

Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri myndgreiningarsviðs Landspítala, segir að geislafræðingum hafi fundist heldur langt að fresta uppsögnum um fimm mánuði eins og fulltrúar spítalans höfðu lagt til en að þær hafi fallist á að festa uppsögnunum um mánuð og nota þann tíma til að leita lausnar á deilunni. 

40 geislafræðingar, sem allir eru konur, tilkynntu yfirmanni sínum á spítalanum í morgun að þeir ætluðu að hætta störfum á miðnætti.  Í gær ákváðu einnig rúmlega hundrað skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðingar að standa við uppsagnir sínar. 

Starfsfólkið sagði upp störfum eftir að stjórn spítalans sagði upp vaktakerfi geislafræðinga og hjúkrunarfræðinganna en uppsögnin átti að taka gildi á miðnætti.

Stjórnendur spítalans ákváðu á mánudag að fresta gildistöku vaktakerfisins til 1. október og fóru þess á leit við geislafræðinga og hjúkrunarfræðinga að fresta uppsögnum til 1. október. Þeir höfnuðu því í morgun en eins og fyrr segir náðist samkomulag um mánaðarfrest í hádeginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka