GSM-sendar settir upp

Fjórðungur þeirra GSM-senda sem ráðgert er að tæknimenn Vodafone setji upp á árinu er nú þegar kominn í notkun. Alls hafa 35 nýir GSM-sendar verið gangsettir um allt land og tryggt GSM-samband á fjölmörgum svæðum sem ekki höfðu notið slíkrar þjónustu fyrr. 11 nýir sendar voru gangsettir í byrjun vikunnar en aldrei hafa fleiri sendar verið gangsettir í sömu viku, segir í frétt frá fyrirtækinu.

Flestir eru þessir sendar á Vestfjörðum t.d. í Súgandafirði, í Bolungarvík og Ísafirði en einnig voru nýir sendar gangsettir á Norðurlandi t.d. í Siglufirði, Ólafsfirði og á Skollahnjúk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert