Samningaviðræðum vísað til ríkissáttasemjara

Landspítali.
Landspítali.

Samningaviðræðum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs hefur verið vísað til ríkissáttasemjara.  Gildandi kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs rennur út á miðnætti.

Í framhaldi af fundi samninganefndar Fíh (SFíh) og samninganefndar ríkisins (SNR) í gærmorgun sem lauk að ósk SNR, hefur SNR vísað deilunni til ríkissáttasemjara.

Í tilkynningu frá Fíh kemur fram að  SFíh hefur frá fyrsta fundi samninganefndanna lagt áherslu á að gera skammtímasamning, enda gefi efnahagsástand ekki forsendur til annars.

Trúnaðarmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga munu hittast í dag á skrifstofu Fíh og fara yfir stöðu samningamála.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka