Styttist í niðurstöðu

Frá fundi hjúkrunarfræðinga.
Frá fundi hjúkrunarfræðinga. mbl.is/Frikki

„Ég myndi segja að það styttist í að niðurstaða fáist í þessu máli en það er ekki hægt að skýra frá neinu alveg strax því það eru margir aðilar sem koma að þessu viðkvæma máli," sagði Hanna Katrín Friðriksson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

Hanna Katrín lét þessi orð falla skömmu eftir að fulltrúar hjúkrunarfræðinga fóru af seinni fundi sínum með heilbrigðisráðherra nú fyrir skömmu.

En þeir munu nú leggja á ráðin með félögum sínum sem funda í höfuðstöðvum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert