„Iðnnemar misnotaðir á vinnumarkaði"

Frá útifundinum á Ingólfstorgi í dag.
Frá útifundinum á Ingólfstorgi í dag. mbl.is/Frikki

Gabriella Unnur Kristjánsdóttir, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema, sagði í ræðu sem hún hélt á útifundi á Ingólfstorgi í dag að þrátt fyrir að við Íslendingar teljum okkur hamingjusömust og best í heimi í öllu miðað við höfðatölu virðumst við nú sigla inn í erfiðleikatímabil sem reyna muni á samstöðu og styrk þjóðarinnar.

Þrátt fyrir versnandi aðstæður megi þjóðin megi þó aldrei draga úr áherslu á menntun þannig að sá góði árangur sem náðst hafi á undanförnum áratugum tapist á ný. Gabriella sagði einnig að ráðamenn þjóðarinnar hafa á undanförnum árum tekið stórar ákvarðanir um þróun framhaldsnáms án samráðs við nemendur. Þessa þróun ætli nemendur sér að stöðva. 

Hún fjallaði einnig um aðstæður iðnnema sem hún sagði misnotaða á vinnumarkaði og búa við viðhorf vinnuveitenda sem stuðli að viðvarandi stéttarskiptingu.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert