Kröfu rétthafa vísað frá í Hæstarétti

Sverrir Vilhelmsson

Hæstirétt­ur hef­ur vísað kröfu rétt­hafa frá gegn Istor­rent ehf. og Svavari Lúth­ers­syni á þeim for­send­um að mál­sókn­ar­um­boð væru ekki gild fyr­ir rétt­hafa­sam­tök­in SMÁÍS, SÍK, FHF og STEF. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá SMÁÍS. Er rétt­höf­um gert að greiða Istor­rent ehf. og Svavari Lúth­ers­syni 400 þúsund í máls­kostnað.

Fé­laga­sam­tök­in höfðuðu mál á hend­ur Istor­rent og Svavari Lúth­ers­syni og kröfðust þess að viður­kennt yrði að þeim væri óheim­ilt að starf­rækja til­tekna vefsíðu í nán­ar til­greind­um til­gangi. Þá kröfðust þeir staðfest­ing­ar á lög­banni og skaðabóta. Mál­inu var vísað frá héraðsdómi og var sá úr­sk­urður til end­ur­skoðunar fyr­ir Hæsta­rétti sem einnig vísaði mál­inu frá.

„Þessi niðurstaða er miður og ótrú­legt að ætla að meina rétt­hafa­sam­tök­um að leita rétt­ar sinn­ar fé­lags­manna. Hér er óþarfa leik­ur að réttar­form­leg­heit­um í þessu máli frek­ar en að taka á mál­um efn­is­lega.
Það hef­ur ekki enn feng­ist efn­is­leg niðurstaða í þessu máli og reyn­ist erfitt að fá dóm­ara til að fara yfir málið sjálft, þ.e.a.s höf­und­ar­rétt­ar­lög­in sjálf.
Í kjöl­farið neyðast rétt­haf­arn­ir sjálf­ir til að höfða sama mál í eig­in nafni á ná­kvæm­lega sömu for­semd­um og áður en nú án mál­sókn­ar­um­boðs til rétt­hafa­sam­taka.

Þar með von­ast rétt­haf­ar að loks­ins verði efn­is­lega tekið á þessu máli og harma það jafn­framt að þessi niðurstaða mun leiða til þess að auka kostnað stefn­enda og stefnda auk þess að leggja frek­ari álag á rétt­ar­kerfið," að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá SMÁÍS.  

Dóm­ur Hæsta­rétt­ar  

Vef­ur Istor­rent 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert