Hreinsun svartolíu nær lokið

Svartolía fór í sjóinn við Vogabakka.
Svartolía fór í sjóinn við Vogabakka. Golli /Kjartan Þorbjörnsson

Töluvert magn af svartolíu lak í sjóinn úr flutningaskipinu Medemborg rétt fyrir hádegi í dag, en skipið liggur við Kjalarvog, við Samskipahöfnina. 

Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er búið að dæla olíunni upp úr sjónum og er slökkviliðið enn að störfum við frágang.

Tveir bílar voru sendir á vettvang í dag með flotgirðingu til þess að hefta útbreiðslu olíunnar.  Að sögn slökkviliðs er hreinsunin tímafrekt ferli og má búast við að það taki einn til tvo tíma í viðbót að hreinsa upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert