Svartolía í sjóinn við Vogabakka

Svartolía fór í sjóinn við Vogabakka.
Svartolía fór í sjóinn við Vogabakka. Golli /Kjartan Þorbjörnsson

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning fyrir skömmu um olíuleka við Vogabakka í Holtagörðum.  Að sögn slökkviliðs fór svartolía í sjóinn og er slökkvilið nú á vettvangi að vinna við hreinsun og fyrirbyggingu á frekari útbreiðslu olíunnar.

Að sögn slökkviliðs er erfitt að áætla magn olíunnar að svo stöddu og upplýsingar um hvaðan olían lak liggja ekki fyrir.

Slökkviliðið sendi tvo bíla á staðinn, með flotgirðingar til að hefta útbreiðslu olíunnar.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert