Svartolía í sjóinn við Vogabakka

Svartolía fór í sjóinn við Vogabakka.
Svartolía fór í sjóinn við Vogabakka. Golli /Kjartan Þorbjörnsson

Slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins barst til­kynn­ing fyr­ir skömmu um olíuleka við Voga­bakka í Holta­görðum.  Að sögn slökkviliðs fór svartol­ía í sjó­inn og er slökkvilið nú á vett­vangi að vinna við hreins­un og fyr­ir­bygg­ingu á frek­ari út­breiðslu ol­í­unn­ar.

Að sögn slökkviliðs er erfitt að áætla magn ol­í­unn­ar að svo stöddu og upp­lýs­ing­ar um hvaðan olí­an lak liggja ekki fyr­ir.

Slökkviliðið sendi tvo bíla á staðinn, með flot­g­irðing­ar til að hefta út­breiðslu ol­í­unn­ar.   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka