Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Sverrir

Litlu munar að Samfylkingin fái hreinan meirihluta í Reykjavík, samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem Capacent Gallup hefur gert og sagt var frá í fréttum Útvarps. Fylgi Sjáflstæðisflokksins í borginni hefur hins vegar minnkað mikið á síðustu mánuðum. Hvorki Frjálslyndir og óháðir né Framsóknarflokkur kæmu að manni ef kosið væri nú.

Samkvæmt könnuninni, sem gerð var fyrri  frá 1. mars til 16. apríl  fengi Samfylkingin 47,1% og sjö borgarfulltrúa, bætti við sig þremur ef kosið væri nú. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 30,1% fylgi og 5 fulltrúa, tapaði tveimur. Þá fengi Vinstrihreyfingin-grænt framboð 18,9% og þrjá fulltrúa, bætti við sig einum. Framsóknarflokks fengi 2,1% og Frjálslyndir og óháðir 1,8%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert