Hreinsunin gengur vel

00:00
00:00

Hreins­un olíu­brák­ar í Elliðavogi við ósa Elliðaáa í Reykja­vík geng­ur ágæt­lega, en verkið er tíma­frekt að sögn full­trúa slökkviliðs höfuðborg­ar­svæðis­ins.Talið er að 300 til 600 lítr­ar af svartol­íu hafi farið í sjó­inn úr flutn­inga­skip­inu í Sunda­höfn í gær­morg­un, en við hreins­i­starfið í gær var notuð göm­ul olíuþró, m.a. til að hreinsa verk­færi og búnað slökkviliðsins, og mun hún hafa yf­ir­fyllst í nótt vegna mik­ill­ar úr­komu. Hreinsi­efni og olía fór við það í sjó­inn og hafði olíu­brák­in borist í átt að Elliðaárós­um.

Ekki er talið að líf­ríki Elliðaánna sé í hættu vegna þess­ar­ar meng­un­ar, en slökkviliðið er þrátt fyr­ir það með tals­verðan viðbúnað. 15 til 20 manns eru þar með tvo slöngu­báta, tækja­bíla og flot­g­irðing­argáma og var flot­g­irðing strengd yfir vog­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka