Olíubrák í Elliðavogi

Starfsmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins leggja flotgirðingu yfir Elliðavog.
Starfsmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins leggja flotgirðingu yfir Elliðavog. mbl.is/Júlíus

Slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins er að hefja hreins­un á svartol­íu og hreinsi­efni í Elliðavogi við ósa Elliðaá í Reykja­vík.

Um er að ræða svartol­íu og hreinsi­efni, sem notað var til að hreinsa svartolíuflekk í Sunda­höfn í gær. Göm­ul olíuþró á Gelgju­tanga var notuð við hreins­i­starfið í gær, m.a. til að hreinsa verk­færi og búnað slökkviliðsins. Þróin yf­ir­fyllt­ist í nótt vegna mik­ill­ar úr­komu og fóru hreinsi­efnið og olía í sjó­inn.

Að sögn Hösk­uld­ar Ein­ars­son­ar, deild­ar­stjóra meng­un­ar­varna SHS, er gert ráð fyr­ir að aðgerðirn­ar taki 2-3 klukku­tíma. Ekki er talið að líf­ríki Elliðaáa sé í hættu vegna þess­ar­ar meng­un­ar.

Slökkviliðið er með tals­verðan viðbúnað vegna olíu­brákar­inn­ar. Um 15-20 manns eru þar með tvo slöngu­báta, tækja­bíla og flot­g­irðing­argáma en verið er að leggja flot­g­irðingu yfir vog­inn, sem bæði sýg­ur í sig olíu­brák­ina og held­ur henni á yf­ir­borðinu.

Talið er að 300-600 lítr­ar af svartol­íu hafi í gær­morg­un farið í sjó­inn úr flutn­inga­skip­inu Medem­borg, sem er í leig­u­sigl­ing­um fyr­ir Eim­skip. 10-12 manns voru í vinnu lung­ann úr gær­deg­in­um við hreins­un­ar­störf. Slökkvilið setti flot­g­irðing­ar í höfn­ina til að hefta út­breiðslu ol­í­unn­ar og dældi svo upp þeirri olíu sem hægt var að ná, með fulltingi þriggja bíla frá Upp­dæl­ingu ehf.

Talsverð olía er í Snarfarahöfninni.
Tals­verð olía er í Snar­fara­höfn­inni. mbl.is/​Júlí­us
Nokkur olíubrák er í ármynninu.
Nokk­ur olíu­brák er í ár­mynn­inu. mbl.is/​Júlí­us
Slökkviliðsmenn í Snarfarahöfninni eftir hádegið að undirbúa hreinsunaraðgerðir.
Slökkviliðsmenn í Snar­fara­höfn­inni eft­ir há­degið að und­ir­búa hreins­un­araðgerðir. mbl.is/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka