Álfheiður Ingadóttir, þingkona Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs segir í tilkynningu, að það sé fagnaðarefni að Skipulagsstofnun hafi gefið út álit þess efnis að bygging Bitruvirkjunar væri ekki viðunandi vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu.
„Ég held að flestir íbúar á Suðvesturhorninu séu sammála þessu áliti og ég vona að Orkuveita Reykjavíkur og Borgarstjórn Reykjavíkur falli frá fyrirætlunum um Bitruvirkjun. Það verður að hafa í huga að þó Bitruvirkjun verði ekki að veruleika er engu að síður nauðsynlegt að setja reglur sem skylda orkufyrirtækin að hreinsa brennisteinsvetni úr útblæstrinum" segir Álfheiður.