Skipuð forstjóri Varnarmálastofnunar

Ellisif Tinna Víðisdóttir.
Ellisif Tinna Víðisdóttir.

Ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur í dag skipað Ell­isif Tinnu Víðis­dótt­ur for­stjóra Varn­ar­mála­stofn­un­ar til fimm ára frá og með 1. júní nk. en þann dag tek­ur stofn­un­in form­lega til starfa. 

Verk­efni Varn­ar­mála­stofn­un­ar eru m.a. rekst­ur ís­lenska loft­varna­kerf­is­ins, þátt­taka í sam­ræmdu loft­rýmis­eft­ir­liti og loft­rým­is­gæslu NATO, rekst­ur, um­sjón og hag­nýt­ing ör­ygg­is­svæða og mann­virkja, und­ir­bún­ing­ur og um­sjón varn­aræf­inga hér­lend­is, þátt­taka í starfi nefnda og und­ir­stofn­ana NATO, verk­efni sem varða fram­kvæmd varn­ar­samn­ings­ins, sam­starf við alþjóðastofn­an­ir og fram­kvæmd alþjóðasamþykkta á sviði varn­ar­mála, ráðgjöf til ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins og sam­starf við há­skóla og alþjóðleg sam­tök.

Sam­hliða því að Varn­ar­mála­stofn­un tek­ur til starfa 1. júní verður Rat­sjár­stofn­un lögð niður. Ell­isif Tinna hef­ur þegar tekið sæti í starfs­hópi ut­an­rík­is­ráðherra sem und­ir­býr gildis­töku varn­ar­mála­lag­anna og upp­haf starfa Varn­ar­mála­stofn­un­ar. Starfs­hóp­ur­inn ber m.a. ábyrgð á að fram­kvæma bráðabirgðaákvæði við varn­ar­mála­lög­in þar sem kveðið er á um að öllu starfs­fólki Rat­sjár­stofn­un­ar á upp­sagn­ar­fresti skuli boðin störf hjá Varn­ar­mála­stofn­un.

Ell­isif Tinna er lög­fræðing­ur frá Há­skóla Íslands og hef­ur að auki BA gráðu í mann­fræði frá sama skóla. Ell­isif Tinna  hef­ur verið aðstoðarlög­reglu­stjóri hjá lög­reglu­stjór­an­um á Suður­nesj­um frá stofn­un þess embætt­is og var staðgeng­ill sýslu­manns­ins á Kefla­vík­ur­flug­velli frá 2004. Þar á und­an vann hún sem lög­lærður full­trúi hjá því embætti frá náms­lok­um og átti sæti í yf­ir­stjórn þess all­an þann tíma.

Hún var breyt­ing­ar­stjórn­andi hjá Rat­sjár­stofn­un um ríf­lega tveggja mánaða skeið sl. haust og hef­ur auk þess mikla reynslu af sam­skipt­um við sam­starfslönd inn­an NATO.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert