Segir flumbrugang einkenna samþykkt stjórnar OR

Óskar Bergsson.
Óskar Bergsson.

Óskar Bergs­son, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ist undr­andi á þeim flumbru­gangi, sem ein­kenni samþykkt stjórn­ar Orku­veitu Reykja­vík­ur um að hverfa frá fyr­ir­hugaðri Bitru­virkj­un aðeins ör­fá­um klukku­stund­um eft­ir að Skipu­lags­stofn­un lagði fram álit sitt á fram­kvæmd­inni.

Óskar seg­ir í til­kynn­ingu, að í umræðum um ork­u­nýt­ingu hafi það sjón­ar­mið verið ríkj­andi að nú ættu Íslend­ing­ar að hverfa frá nýt­ingu vatns­fall­anna og huga frek­ar að nýt­ingu há­hita­svæðanna. Flest öll há­hita­svæði lands­ins séu ósnort­in og fal­leg og því vakni upp spurn­ing­ar hvort svæðið við Bitru sé merki­legra nátt­úru­fyr­ir­bæri en önn­ur þau svæði sem hljóta að koma til skoðunar. Virkj­ana­svæðið við Bitru liggi ná­lægt öðrum virkj­un­ar­stöðum á Hengils­svæðinu og sé meira snortið en mörg önn­ur há­hita­svæði lands­ins.

Óskar velt­ir því fyr­ir sér hvort þessi skyndi­ákvörðun stjórn­ar Orku­veit­unn­ar muni binda hend­ur fyr­ir­tæk­is­ins til orku­fram­leiðslu á öðrum sam­bæri­leg­um svæðum á sama tíma og þjóðir heims­ins horfi til okk­ar öf­und­ar­aug­um vegna þeirra mögu­leika sem höf­um á sviði hreinn­ar og end­ur­nýj­an­legr­ar orku.

„Ekk­ert lá á þess­ari ákvörðun stjórn­ar Orku­veit­unn­ar í dag þar sem álit Skipu­lags­stofn­un­ar var fyrst kynnt í gær. Eðli­legra hefði verið að taka málið til umræðu í borg­ar­stjórn hér í dag og taka yf­ir­vegaða ákvörðun í kjöl­far upp­lýstr­ar umræðu.

Að þessu sögðu og í ljósi um­mæla borg­ar­stjóra hér í dag þá er óskað eft­ir stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins í mál­efn­um Orku­veitu Reykja­vík­ur, nema þá að Ólaf­ur F Magnús­son sé orðinn helsti hugsuður og talsmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í um­hverf­is- og orku­mál­um," seg­ir í til­kynn­ingu Óskars.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka