Forsetinn sjálfkjörinn

Ólafur Ragnar Grímsson verður settur í embætti að nýju í …
Ólafur Ragnar Grímsson verður settur í embætti að nýju í ágúst.

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, er sjálf­kjör­inn til þess að gegna embætt­inu næstu fjög­ur árin sem er fjórða kjör­tíma­bil hans, þar sem ekk­ert annað fram­boð barst áður en fram­boðsfrest­ur rann út á miðnætti í nótt sam­kvæmt upp­lýs­ing­um dóms­málaráðuneyt­is­ins.

Það þarf því ekki að efna til for­seta­kosn­inga 28. júní næst­kom­andi og er gert ráð fyr­ir að Hæstirétt­ur gefi út kjör­bréf for­seta fljót­lega. Nýtt kjör­tíma­bild hefst síðan 1. ág­úst næst­kom­andi með inn­setn­ingu for­seta. Ólaf­ur Ragn­ar var fyrst kjör­inn for­seti árið 1996.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert