„Það er óvéfengjanleg staðreynd að við blasir mikill vandi í íslensku efnahagslífi og í íslensku samfélagi," sagði Ögmundur Jónasson formaður þingflokks Vinstri grænna í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hann sagði að íslenska krónan ætti í vanda sem og allt íslenska fjármála- og efnahagskerfið.
Framsýn, stéttarfélag Þingeyinga varar við hugmyndum um að skerða starfsemi Íbúðalánasjóðs. Í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag segir að tilgangur sjóðsins er að stuðla að því að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum.
Hann ræddi um hversu erfiðlega ríkisstjórninni gengi breyta eftirlaunalögunum og sagði að það mætti til sanns vegar færa að erfitt væri að skerða eigin kjör. „...en það því miður nokkuð sem almenningur á Íslandi býr nú við í óðaverðbólgunni og okurvöxtunum," sagði Ögmundur.
Ögmundur telur bæði ríkisstjórnina og efnamenn í þjóðfélaginu vera í mikilli afneitun. „Það er ekkert að, segja þau, það þarf ekkert meira að gera, en samt þurfum við að taka lán. Það er stærsta lán Íslandssögunnar en samt er ekkert að," sagði Ögmundur.