250 hjól leita nýrra eigenda

Um 250 reiðhjól leita nýrra eigenda en þau verða boðin upp á árlegu uppboði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu næstkomandi á laugardag.

Hjólin eru bæði gömul og nýleg og öll hafa þau fundist yfirgefin á Stór-Reykjavíkursvæðinu.

Uppboð óskilamuna fer fram í húsnæði bílastöðvar Króks við Suðurhraun í Garðabæ laugardaginn 31. Maí klukkan 13:30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert