„Allt í rúst“

Arna Ösp Magnúsardóttir, íbúi á Eyrarbakka, segir fólk í bænum heldur skelkað eftir jarðskjálftann sem reið yfir á Suðurlandi í dag. Hún segir hús sitt hafa sveigst fram og tilbaka og allt sé í rúst innandyra.

Arna Ösp gerir ráð fyrir því að eins sé umhorfs í öllum húsum í bænum. Að utanverðu virðist hennar hús í lagi, en sprunga hafi bersýnilega myndast í húsi nágrannans.

Arna Ösp þakkar fyrir að hafa verið stödd úti í garði með ungbarn sitt þegar skjálftinn varð. Hún segir að allt sé á rúi og stúi innandyra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert