Fjöldi eftirskjálfta hefur orðið við Ingólfsfjall eftir skjálftann stóra, sem varð klukkan 15:46 í dag. Þeir stærstu eru um 3,9 stig á Richter en stóri skjálftinn var 6,1 stig. Að sögn Veðurstofunnar má allt eins búast við öðrum stórum skjálfta á svæðinu en ómögulegt er að spá fyrir um hvort eða hvenær hann ríður yfir.
Allir skjálftarnir hafa orðið á sama sprungusvæðinu og eru upptök þeirra flestra 1-3 kílómetra norðaustur af Hveragerði. Ekki er ljóst hve margir skjálftarnir eru þar sem sumir þeirra kunna að vera tvítaldir á sjálfvirkum skjálftalista Veðurstofunnar.