Heitavatnsæð brast í Hveragerði

Heitavatnsæð er talin hafa brostið í Hveragerði af völdum jarðskjálftans. Að sögn upplýsingafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur er vinnuhópur lagður af stað austur. Hann hafði ekki upplýsingar um hvar í bænum leiðslan rofnaði en taldi rétt að vara við hættu af heitu vatni.

Ljóst duttu niður í Hellisheiðarvirkjun en enginn mun hafa slasast. Þrír gestahópar voru í virkjuninni þegar jarðskálftinn reið yfir. Einni vél af þremur sló út.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert