Mikill rykmökkur gaus upp af Ingólfsfjalli þegar snarpur jarðskjálfti reið yfir á fjórða tímanum í dag, að sögn Ásmundar Friðrikssonar, sem var á göngu við Kerið. Segir hann að fallið hafi skriður úr fjallinu sunnanverðu til móts við þjóðveg eitt. Frá sér séð hafi rykmökk yfir fjallinu borið við himinn.