Öll kerfi Orkuveitunnar í lagi eftir skjálftann

Hellisheiðarvirkjun.
Hellisheiðarvirkjun. mbl.is/Rax

Ekki hefur orðið vart neins teljandi tjóns á rekstrarkerfum Orkuveitu Reykjavíkur við jarðskjálftann í dag. Engar tilkynningar hafa borist um vatns- eða rafmagnsleysi.  Vitað er þó að heitavatnsæð í Hveragerði fór í sundur. Skrúfað hefur verið fyrir lekann og er vinnuflokkur á leið austur til viðgerða.

Hugsanlegt er að heitavatnsskorts verði vart í afmörkuðum hluta bæjarins vegna þessa.
           

Einni af þremur aflvélum Hellisheiðarvirkjunar sló út í skjálftanum. Unnið er að því að gangsetja hana að nýju.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert