Rúmlega tíu eftirskjálftar yfir þrem stigum

Mikill fjöldi jarðskjálfta hefur orðið við Ingólfsfjall í dag.
Mikill fjöldi jarðskjálfta hefur orðið við Ingólfsfjall í dag.

Síðan Suðurlandsskjálftinn varð klukkan 15.46 í dag hefur orðið mikill fjöldi eftirskjálfta, og þar af hafa rúmlega tíu mælst þrjú stig eða meira, að sögn Halldórs Geirssonar, jarðeðlisfræðings á Veðurstofunni.

Stærstur þessara eftirskjálfta var fjögur stig, en hann varð klukkan 16.15, samkvæmt töflu á vef Veðurstofunnar. Klukkan 20.13 í kvöld varð 3,6 stiga skjálfti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert