Símasambandslaust á tveimur svæðum

Símasambandslaust er á svæðinu í kringum Sólheima í Grímsnesi.
Símasambandslaust er á svæðinu í kringum Sólheima í Grímsnesi. mbl.is

Jarðskjálftinn fyrr í dag hafði lítil áhrif á farsíma- og talsímaþjónustu Símans á viðkomandi svæðum og engin áhrif á gagnaflutninga. Tvö svæði eru þó án farsíma- og talsímasambands í augnablikinu, svæðið í kringum Sólheima í Grímsnesi og Þingvallasvæðið. Einnig er ekki farsímasamband við Úlfljótsvatn. Unnið er að viðgerð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert