Aflvél sló út og hitaveitulögn brast

Frá Hellisheiði.
Frá Hellisheiði. mbl.is/ÞÖK

Ein aflvéla Hellisheiðarvirkjunar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) sló út við jarðskjálftann í Ölfusi. Keyra þurfti vélina upp og var hún komin á fulla ferð aftur eftir um hálftíma, að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafulltrúa OR.

Þá fór aðalæð gömlu hitaveitunnar í Hveragerði í sundur í jarðskjálftanum. Við það fór heitt vatn af húsum austan Reykjamerkur. Eiríkur sagði að viðgerð hefði hafist strax og átti henni að ljúka um kl. 23 í kvöld.

Merki jarðskjálftans sáust á breytingum vatnsborðs í borholum OR. Eiríkur sagði að svo virtist sem þessar breytingar yrðu ekki varanlegar, en fylgst yrði með þeim næstu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert