Björtum sumarnóttum aflýst

Tónlistarhátíðinni Björtum sumarnóttum sem halda átti í Hveragerðiskirkju nú um helgina hefur verið aflýst vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir Suðurland í gær. Menningarmálanefnd Hveragerðis tók ákvörðun um að blása hátíðina af að höfðu samráði við almannavarnanefnd Hveragerðis og sýslumann Árnessýslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert