Hætta á að gasleiðslur hafi gefið sig

Um 300 björgunarsveitarmenn voru að störfum á Suðurlandi í gær.
Um 300 björgunarsveitarmenn voru að störfum á Suðurlandi í gær. mbl.is/Kristinn

Hætta er á að gasleiðslur hafi gefið sig við umbrotin í gær. Því þarf að fara með ýtrustu gát þegar farið er inn í húsin, samkvæmt tilmælum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Um 30 björgunarsveitarmenn eru að störfum á skjálftasvæðinu en stór hópur björgunarsveitarmanna er í viðbragðsstöðu ef óskað er eftir aðstoð.

Er fólk beðið um að gæta þess að hvergi sé eldur eða neistar sem gætu komið gassprengingu af stað þegar farið er inn í hús þar sem gasleiðslur eru. Fara þarf vel yfir allar leiðslur og athuga vel að samskeyti séu í lagi. Ef gasleki hefur orðið ber að skrúfa fyrir gaskút og loftræsta húsnæðið mjög vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert