Íbúar fræddir um áfallahjálp

Frá fundinum í Vallaskóla.
Frá fundinum í Vallaskóla. mbl.is/Golli

Fræðslufundur um áfallahjálp í kjölfar hamfara hófst í  fjöldahjálparstöðinni í Vallarskóla á Selfossi fyrir stundu og samskonar fundur hefst í grunnskólanum í Hveragerði klukkan 13.  Fulltrúar Rauða krossins og bæjarfélaganna vera viðstaddir og svara spurningum.

Veðurstofan segir, að búast megi við áframhaldandi skjálftavirkni á jarðskjálftasvæðinu á Suðurlandi með smá skjálftum næstu daga, sem fari að öllum líkindum minnkandi. Í morgun jókst skjálftavirknin og er hún nú vestar í Ölfusinu en áður eða á svæðinu við Bjarnastaði og vestur undir Geitafell og  Þrengsli. Á því svæði mældust fjöldi skjálfta í nóvember 1998 sem voru allt að 5.5 stig á Richter.

Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri í Árborg, var á fundinum í Vallaskóla.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri í Árborg, var á fundinum í Vallaskóla. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert