Kálfur gerði sig heimakominn í garði við Breiðumörk í Hveragerði í nótt. Kom í ljós að hann hafði strokið úr stíu í fjósi á bæ einum skammt frá Hveragerði. Bóndinn og eigandinn hélt að verið væri að gera grín í sér er hringt var í hann og hann beðin að sækja kálfinn.