Litlir skjálftar nánast á hverri mínútu

Mikið hefur verið um eftirskjálfta í Ölfusi í nótt
Mikið hefur verið um eftirskjálfta í Ölfusi í nótt Veðurstofa Íslands

Mjög margir eftirskjálftar hafa mælst í Ölfusi í gær og í nótt og samkvæmt upplýsingum frá jarðskjálftasviði Veðurstofu Íslands mælast skjálftar nánast á hverri mínútu. Þeir eru hins vegar litlir og í nótt hefur enginn mælst yfir 3 stig á Richter. Upptök skjálftanna nú eru heldur vestar en stóri skjálftinn í gær. 

Að öllum líkindum er ekki hætta á öðrum skjálfta í Ölfusi af svipaðri stærð og varð í gær. Sennilega hefur jarðskjálfti við Ingólfsfjall sett af stað aðaljarðskjálftann vestar í Ölfusinu á nánast sama tíma. Staðsetningar eftirskjálfta og ummerki á yfirborði styðja þessa ályktun en erfitt er að greina jarðskjálftana í sundur.

Frá klukkan 18 gær hefur verið aukning á skjálftavirkni við Hjallhverfið í Ölfusi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert