„Við erum að setja ruðning yfir og slétta þetta þannig að þetta sé ekki hættulegt," sagði Vigfús Guðmundsson, verktaki hjá Vegagerðinni, á tíunda tímanum í kvöld þegar hafist var handa við að jafna þjóðveginn við Þórustaðanámur í Ölfusi.
Skarð myndaðist í þjóðveginn og myndaðist á að giska tíu sentimetra brún þar sem malbiksplötur brotnuðu upp eftir endilangri rifunni.