Metið hvort fólk getur farið heim

Útihúsið að Krossi fór illa í jarðskjálftanum í gær.
Útihúsið að Krossi fór illa í jarðskjálftanum í gær. mbl.is/Guðmundur Karl

Íbúar á skjálftasvæðinu er bent að hafa samband við trúnaðarmenn til að meta hvort fólki er óhætt að vera í húsum sínum. Hringja skal í síma 480 5819 og munu þeir verða í Vallaskóla og taka við beiðnum um mat á íbúðarhæfni, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Almannavarnanefnd Árborgar og nágrennis kom saman til fundar kl. 8:00 í morgun og ákvað að íbúum á jarðskjálftasvæðum er bent á að snúa sér til tryggingarfélaga sinna varðandi tjón á fasteignum og innbúi.

Vatn drykkjarhæft en gruggugt

Fyrsta athugun á drykkjarvatni í Árborg bendir til að það sé drykkjarhæft en gruggugt. Drykkjarvatn er einnig hægt að nálgast við fjöldahjálparstöðina í Vallaskóla við Sólvelli á Selfossi, bæði í flöskum og úr tankbílum. Þar eru einnig starfsmenn Rauða kross Íslands, sem veita munu áfallahjálp. Einnig verður unnt að nálgast vatn við fjöldahjálparstöðvar á Eyrarbakka og Stokkseyri, sem þar eru í tjöldum.

Ef bilanir koma upp í lagnakerfum sem gera þarf við strax í Sveitarfélaginu Árborg er íbúum bent á að hringja í síma 820 9584. Grunn- og leikskólar munu ekki starfa í dag.

Almannavarnanefndin mun koma saman aftur kl. 13:00 í dag.

Talsverðar skemmdir urðu á byggingum í Ölfusi í skjálftanum, þar …
Talsverðar skemmdir urðu á byggingum í Ölfusi í skjálftanum, þar á meðal á Gljúfurárholti. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert