Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði eftir ríksistjórnarfund að ríkisstjórnin muni bregðast við með skjótum hætti við jarðskjálftunum á Suðurlandi.
Geir sagði við fréttamenn, að ákveðið hefði verð að setja upp sérstaka þjónustumiðstöð og verja fé til að tryggja að heilbrigðisstofnanir hafi aðgang að Tetra fjarskiptakerfinu, sem hafi reynst mjög vel í gær.
Þá sagði geir að reiknað sé með því, með að ríkissjóður verji allt að 100 milljónum króna til að mæta ófyrirséðum afleiðingum skjálftans.